Út af ykkur erum við komin í flokk með Nígeríu og Angóla hvað varðar lánshæfismat, takk.

Út af ykkur loga allir breskir fjölmiðlar í einhverri æsifréttamennsku og segja að við ætlum ekki að borga, hvaða áhrif mun þetta hafa fyrir álit þjóðarinnar? takk.

Út af ykkur standa breskir og hollenskir stjórnmálamenn í hótunum við okkur, takk.

Út af ykkur er búið að fresta þessu endalausa langloku máli enn meira og ekkert er hægt að einbeita sér að því að laga ástandið hérna, takk.

Er það eðlilegt að forsetinn lætur undan vilja minnihluta þjóðarinnar sem kemur fram sem einhver þrýstihópur sem kallar sig Indefence, sem falsaði undirskriftir víst í gríð og erg?

Hvernig væri að kyngja stoltinu einu sinni, við getum ekki leikið þennan litla feita og freka krakka sem fær allt sem hann vill lengur, við eigum engan stóra bróður í vestri eins og í þorskastríðinu. Við erum ekki milljóna þjóð heldur aðeins smá þorp lengst út í hafsauga og erum algjörlega háð velvilja annarra þjóða. Því megum við ekki örga svona samskiptum okkar við aðrar þjóðir.

Fuck hvað ég er pirraður á þessum hálfvitaskap.

Bætt við 8. janúar 2010 - 16:32
Ég biðst afsökunar á þessum skrifum mínum, ég af fréttum sérstaklega í dag og í gær ef ég metið að ákvörðun forsetans, hvort sem það var óvart hjá honum eða ekki, var raunar mjög sniðug leið til að vekja upp umtal á málstaði íslendinga í umheiminum meðal fræðimanna og einnig stjórnmálamanna. Hver veit nema það komi eitthvað gott úr þessu.

Ég vil þó lýsa ánægju minni með Steingrím:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/01/08/halda_afram_med_islandslanin/?ref=fphelst

Núna í komandi kosningum er ég á báðum áttum hvort ég muni hafna eða samþykkja lögin.