Ég er í sérhæfðum viðskiptum með lítið fyrirtæki og hef aldrei gert betur en í þessari svokölluðu kreppu (spyrjið gamalt fólk hvort þeim fynnist vera kreppubragur hér nú !)

Ég verð lítið var við þessa kreppu meðal fólks næst mér og það eru eru engir millar bara venjulegt fólk og ég sé fólk með nóga peninga,ekki sýst táninga, hvaðan kemur það fé ?

Ég veit að það er ekki mikið að gera í auglýsingageiranum (háðir bönkunum) en ég er að heyra um suma smiði sem hafa nóg að gera og að sjónvarps og tölvusala sé ekki alveg dauð, og svona má áfram taka dæmi.

Það var frábært að heyra að McDonalds væri að fara (“good riddance” á ensku !) og nýr staður mun kaupa allt innanlands og auka atvinnu og nýtingu á innlendu hráefni, þetta er bara gott dæmi um góðar hliðar kreppunar.

Túristageirinn hefur aldrei gert það eins gott og í ár og mér skilst að flugvélar séu þokkalega fullar til og frá landinu og jafnvel aukning í Ameríkufluginum svo maður spyr hvar er þessi kreppa ?

Kannski er þetta dæmi um aukna misskiptingu eftir hrunið, sumir hafa sitt á hreinu og hafa tekið út sparnaðinn og eru að eyða honum meðan hinir eru bara í skuldasúpu.