Fylgi norskra jafnaðarmanna aldrei mælst lægra

Fylgi norska Verkamannaflokksins minnkar enn og mælist nú jafnmikið og Sósíalíska þjóðarflokksins samkvæmt skoðanakönnunum eða um 17%. Á sama tíma mælist Framfaraflokkurinn sem stærsti flokkur Noregs með rúmlega 23% fylgi sem er rúmlega prósentustigs forskot á Hægriflokkinn sem kemur næstur.

Framfaraflokkurinn hefur verið á stöðugri uppleið í skoðanakönnunum síðustu misseri. Flokkurinn mældist með 21% fylgi í skoðanakönnunum 18. febrúar sl. og taldist þá næststærsti flokkur landsins á eftir Hægriflokknum. Nú hefur dæmið snúist við og flokkarnir skipst á sætum.

Fylgi jafnaðarmanna í Noregi hefur aftur á móti dregist verulega saman að undanförnu og er nú langt undir kjörfylgi sem er í kringum 40% atkvæða. Í síðustu kosningum fékk flokkurinn 24,5% atkvæða og þótti það vera afhroð. Það fylgi þætti þó sennilega gott miðað við niðurstöður skoðanakannana nú.

Heimild:
“Noregur: Framfaraflokkurinn stærstur” - Textavarp RÚV 3. mars 2002.
<br><br>Með kveðju,

Hjörtur J.

<A HREF="http://www.framfarir.net“>www.framfarir.net</A>

”And to preserve their independence, we must not let our rulers load us with perpetual debt. We must make our election between economy and liberty, or profusion and servitude." -Thomas Jefferson
Með kveðju,