Förum yfir atburðarás síðustu daga og vikna:

16. júlí: Borgarahreyfingin klofnar. Þrír greiða atkvæði gegn ESB-umsókn til að reyna að koma í veg fyrir Icesave-ábyrgðina. Sá fjórði (Þráinn) segir já og segir samhreyfingarmenn sína hafa svikið stefnu hreyfingarinnar og vill að þeir segi af sér (hvað varð um það að þingmenn séu samkvæmir eigin samfæringu?)
6. ágúst: Haldinn er félagsfundur í hreyfingunni, enginn þingmaður mætir og skipuð er sáttanefnd til að sætta þingmenn.
Þingmennirnir þrír og Þráinn hafa samskipti í gegnum fjölmiðla.
Aðfaranótt 14. ágúst: Herbert formaður segir af sér vegna sundrungar í flokknum. Óvíst er hvort Lilja Skaft varaformaður tekur við af honum.
13./14. ágúst: Þingmaður hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi sendir óvart bréf sem átti að fara til varamanns Þráins Bertelssonar á stóran hluta félagsmanna. Hún telur hann þjást af þunglyndi og alzheimer á byrjunarstigi.

Og fleira kjaftæði sem ég man ekki eftir. Eins og ég spáði rétt eftir kosningar.
Þráinn annað hvort segir sig úr þingflokki Borgarahreyfingarinnar eða gengur í Framsókn (enda var hann í Framsókn síðustu vikurnar fyrir kosningar).
Hin standa sig illa og þau detta af þingi í næstu kosningum. Talan 4% kemur alltaf upp í huga minn,
.