Ég var að fá vondar fréttir frá skattinum.

Ég fæ víst ekki vaxtabætur því mér láðist að skipta um lögheimili , en bæði heimilin: semsagt mitt eigið sem ég greiði skuldir af samviskusamlega(nýkeypt íbúð fyrir hrun) og það sem ég bjó í tímabundið(hjá foreldrum) skiptir víst gríðarlegu máli hjá skattinum.

vissulega hefði ég haft lögheimilið á þeirri í íbúð sem ég leigði út ef ég hefði vitað þetta , hélt þetta skipti ekki máli. Ég leigði að sjálfsögðu löglega og borgaði skatta og skyldur.Borgaði semsagt eignaskatt af húsaleigutekjunum.

En ég hefði virkilega haft þörf fyrir þennan 100þ kall sem ég átti að fá frá skattinum :(

En þegar ég leggst í þunglyndi við að hugsa um þetta , þá er alltaf gott að vita að Björgólfur og tugir annarra útrásarelítuvíkinga ásamt vildarmönnum og konum gátu reddað sínum málum og er í góðum málum. Þá tek ég gleði mína á ný og finn það iljar mér um hjartræturnar að vita að Björgólfur og fleiri náðu að bjarga sér :/.
JHJ….99 prósent af því sem við segjum og gerum er tilgangslaust