Svo er mál með vexti að einn flakkarinn minn eyðileggst hérna bara svona upp úr þurru. Ég ákveð að fara með hann í BT þar sem að ég keypti hann fyrir tæpum 2 árum og var hann ennþá í ábyrgð þ.e.a.s.

Ég kem í BT og þeir segja mér að þeir eru ekki lengur að bæta þessa diska þar sem að þeir eigi bara ekki lengur LACIE diskana sem voru svo vinsælir á sínum tíma heldur væri Tölvutek að sjá fyrir því núna og þeir væru umboðsaðilar LACIE á Íslandi.

Ég fer þá yfir í Tölvutek og þar segir gæjinn mér að ég hafi keypt diskinn af “gamla” BT en þeir væru aðeins að bæta diska frá “nýja” BT, og ég var náttúrulega alveg sót pirraður og dríf mig bara út bölvandi.

Er þetta ekki eitthvað bull hjá þeim? Eiga þeir ekki að bæta þetta?

Planið er að hringja í neytendasamtökin og tjekka á þessu þar sem að þetta hlýtur bara að vera einhver þvæla.