Sælt veri fólkið


Ég er þessi venjulegi kúnni í íslandsbanka segja þeir, er í námsmannalínunni og er ekkert að velta neinum miljónum eða hundruðumþúsunda á mánuði… Nei ég er að velta undir 60 þúsund á mánuði.

Sko þannig er mál með vöxtum að ég fór þrisvar sinnum yfir á debetkortareikninginum mínum! (hver hefur ekki gert það) en aldrei varð ég fyrir meiri vonbrigðum en ég varð fyrir í dag! Ég fór einu sinni yfir með 875 krónur og fékk 710 krónur í sekt frá íslandsbanka fyrir það. Okei skiljanlegt að maður fái kannski eina sekt. Sætti mig alveg við það í bili. Nokkru síðar fékk ég aðra færslu yfir sem var 189 krónur. Þar sem ég var að fara aftur yfir þá fékk ég aðrar 710 krónur í sekt. En einu sinni var ég í búð og átti ekki tuttugu og eina krónu svo ég lét vaða bara á kortið. Þar fór ég 21 krónur yfir aftur. En ekki gleymdi íslandsbaki sínum 710 krónum þar. Svo ef við reiknum þetta saman þá kemur þessi lausn. Ég fór 1085 krónur yfir á kortinu mínu. Íslandsbanki tekur 2130 krónur í sekt fyrir það. Svo heildarskuldin mín nemur 3215 krónur allt í allt.

Ég spyr sem fátækur maður! Finnst einhverjum ekki neitt rangt við þessa mynd eða eru allir búnir að sætta sig við þetta? Mín viðskipti við íslandsbankann eru búinn og öll mín fjölskylda út í leiðinni því þjónustufulltrúinn sem svaraði okkur sagði að þetta er bara svona sættu þig við þetta og fáðu þér litla bók og passaðu þig bara. Getur vel verið að þjónustufulltrúinn hafi verið að fara eftir reglum og segja það sem hann átti að segja. En prófum að umorða þetta “Við erum að ræna þig, sættu þig við þetta”. Eru debetkort sem eru ekki með neina hemild að stoppa að maður fari yfir eða ekki. Eða er þetta bara allt bull?

Zeolite
Zeolite