Ég hef verið nokkuð hugsi um nokkurn tíma yfir hvað konur, sérlega þær yngir barma sér mikð yfir hvað það sé farið illar með þær og að við karlarnir séum að vaða yfir þær og ekki að hleypa þeim að í t.d. stjórnunarstöðum. Fréttamiðlar virðast taka þátt í þessu með þeim með því að vera með nærri vikulegar fréttir um einhverskonar ætlaða mismunun gagnvart konum og svo hótanir kvennasamtaka um að nú sé kominn tími á “jákvæða mismunun” til handa kvenna.

Ég vona að ekki verði neitt úr því ekkert er verra en að ýta undir vankenndar tilfinnungu með þessum hætti, þeir reyndu þetta með svertingjana í USA með litlum árangri.

Aftur á móti eru konur í USA til fyrirmyndar fyri konur sem vilja ná árangri, þar báðu þær ekki um neina fyrirgreiðslu og hafa náð miklum frama (eins og sumar konur á Íslandi sem hafa ekki talið karla vera tiltrafala fyrir sinn framgang).

Staðreindin er sú að á Íslandi bjóðast konum ein mestu tækifæri til mennta og framfara sem bjóðast í heiminum en þær virðast ekki vera að nota það til fulls, sbr. stórkostlega aukningu ungra kvenna í hópi öryrkja. Hverning getur staðið á því í landi sem hefur eitt besta mennta og heilbrigðiskerfi í heimi ?

Þennan vetur og sumar hef ég verið að horfa upp á töluverðan fjölda tilölulega ungra manna, nálægt mér í aldri týna tölunni af ýmsum ástæðum, sumir vel ríkir og aðrir venljulegir, en ég hef bara heyrt af einni konu. Þetta sýnir vel að það er hættulegra að vera karl í þessum heimi og konur lifa lengur sem er auðvitað vel þekkta.

Er svona slæmt að vera kona eða er þetta bara væl ?