Ég tek hattin ofan fyrir þessum manni…

Það átti að selja aignina á nauðungaruppboði, líklega varla uppí kostnaðinn fyrir lóðinni.

Hann átti svo að sitja uppi með allt tapið og einhver annar átti að græða á hans eymd. (líklega lánadrottnar)

Þetta sýnidæmi hjá honum er frábært… hrein snilld…

Hverju breytti þetta fyrir hann?

Litlu sem engu en gróði annara á hans vinnu og framtakssemi fór út í veður og vind.

Eins og ég segi ég tek hattinn ofan fyrir þessum manni…

Ég er ekki sammála því sem hann gerði en ég skil hann svo vel.

Leikur að tölum er búinn að skemma fyrir honum allt sem hann var búinn að gera og svo átti að leika sér meira með tölur og skapa hagnað fyrir einhverja aðra með að kaupa/taka yfir eignina, hann fengi skelfilega lítið uppí skuldir og svo áttu þeir sem mundu kaupa að græða feitt.

Hann ætti einfaldlega að halda framm “temporary insanity” og kanna möguleika á tryggingabótum skv. fasteignamati = fá meira uppí skuldir en ef húsið hefði farið á nauðungaruppboð.

'eg veit að þetta kallast varla grein en mig dauðlangar að vita hvað annað fólk hugsar þegar það les þessa frétt…