Það fór betur en á horfðist þegar 24 ára kona missteig sig á brautarpalli á lestarstöðinni í Helsingör í Danmörku á sunnudagsmorguninn.

Konan var að kveðja vini sína og var að vinka þeim þegar lestin fór að stað. Hún missteig sig og datt af brautarpallinum og niður á teinana.
Hún slapp þó af mestu leiti við alvarleg meiðsl fyrir utan að önnur stóratáin lenti undir lestinni og gátu læknar lítið gert til að tjasla upp á tána.

Þetta var nú leiðinlegt.. ekki mundi ég vilja missa stórutána af klaufaskap.. :(

Kv.
Stjáni! :)