48. grein stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands:

Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.
Úr stefnuskrá Lýðræðishreyfingarinnar:

Þú virkjar þitt atkvæði á þingi með því að forgangsraða málum og gefa þeim atkvæði á rafrænu þingi.
 
Þingmenn Lýðræðishreyfingarinnar vinna síðan eftir því og gefa atkvæði á Alþingi í samræmi við úrslit kosninga á slíkum rafrænum þingum þjóðarinnar.
Þetta er hreint og beint stjórnarskrárbrot, löggjafar eiga að vera samkvæmir sjálfum sér, ekki (oftast) nafnlausum færslum á blogginu, IRCi, Facebook og svo framvegis.

Komi Lýðræðishreyfingin mönnum á þing (sem stefnir í að gerist ekki) brjóta þeir gegn stjórnarskrá Lýðveldisins Íslands.

Löggjafarnir eiga að vera kjörnir af fólkinu í beinum, leynilegum kosningum, ekki láta stjórnast af fólki á bak við tölvuskjái.

Hversu auðvelt verður að komast yfir fleiri kennitölur o.s.fr. og skrá sig oft á þetta “vefþing”?

Það er aldeilis lýðræðið í Lýðræðishreyfingunni.

Ástþór Magnússon, talsmaður hreyfingarinnar, fór hamförum þegar leiðtogar stjórnmálahreyfinganna mættu í sjónvarpssal RÚV síðasta föstudagskvöld.

Hann talaði út og suður, þegar tala átti um skattamál talaði hann um eitthvað allt annað sem ég nenni ekki einu sinni að muna og svo framvegis allann þáttinn.

Hver er svo skilgreining Ástþórs á stjórnsýslu lýðveldisins? Það hefur oft gerst að fyrrum stjórnmálamenn fari í framboð til embættis forseta Íslands.
Sveinn Björnsson, Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Ragnar Grímsson voru allir stjórnmálamenn áður en þeir urðu forsetar. En röðin hjá Magnúsi er allt önnur.

Hann hefur boðið sig fram til þess að vera forseti en síðan þingmaður. Hver er aðskilnaðurinn í huga þessa manns?

Vanalega hef ég áhuga á nýjum framboðum en þessu framboði hef ég ekki áhuga á.
Það er nefnilega það.