Gifting um borð í Flugleiðavél

Flugleiðavél frá Baltimore var væntanleg til Keflavíkurflugvallar nú í morgun þar sem meðal farþega voru fimm bandarísk pör sem ætluðu að láta gifta sig á leiðinni yfir Atlantshafið. Tilefnið var Valentínusardagurinn í gær.
Pörin koma hvaðanæva úr Bandaríkjunum. Ferðin hófst með brúðkaupsveislu á flugvellinum í Baltimore í gærkvöldi þar sem fjölskyldum og vinum brúðhjónanna var boðið að gæða sér á tertum og kampavíni. Á miðri leið til Íslands var svo fyrirhuguð borgaraleg giftingarathöfn.

Flugleiðir auglýstu þessa ferð í Bandaríkjunum sem “Honeymoon Express” og buðu sérstakt fargjald. Hver brúðhjón þurftu aðeins að greiða 30 þúsund krónur fyrir flug, gistingu, morgunverð og fleira.

þetta er forvitnisleg grein hér fyrir ofan
en fáum við þessi kjör lika?

gaman væri að fá skoðarnir við þessu

p.s ég var að vinna hjá Flugleiðum í 9 á