Set þetta hérna á deiglunni þar sem að umræða um lögleg sem og ólögleg vímuefni hefur verið í gangi sl. daga.

Ég gerði dauðaleit af einkennum mikillar, ekki endilega óhóflegrar neyslu á áfengi. Finn ekki neitt nema bara þetta sem ég veit, lifrarstarfssemi og eitthvað, og þá er yfirleitt verið að tala um alkahólisma. Mig langar svo að vita hvaða áhrif áfengi hefur á mig til lengri tíma, ég er ekki dagdrykkjumanneskja og þaðan af síður helgardjammari en ef ég væri það þá vil ég vita hvaða áhrif áfengi hefur á mig, á vini sem drekka hverja um hverja helgi og skammast í mér fyrir að vilja lögleiða kannabisefni, það væri gott að geta feisað þá. Mig vantar svo að vita nákvæm áhrif áfengisneyslu á einstaklinga.

Eins ef þið eruð með linka á lausu um reykingar(þessar löglegu, winston lights hér)sem og linka um kannabisneyslu.

Auðvitað hlutlaust og allsengan áróður.

Fyrirfram þakkir

Ps. Ég kann á google, bara ekki nógu vel greinilega.