Eftirfarandi texti birtist sem hluti af grein í morgunblaðinu í gær (sunnudag 9. mars):

“Ahrifamikill kardínáli í Páfagarði, Giovanni Battiste Re, hefur varið þá ákvörðun erkibiskups kaþólsku kirkjunnar í Brasilíu að bannfæra móður og lækna níu ára stúlku sem fór í fóstureyðingu eftir að henni var nauðgað. Stúlkan gékk með tvíbura og læknarnir sögðu fóstureyðinguna nauðsynlega til að bjarga lífi hennar. …”
-Eftir Boga Þór Arason

Umræddri stúlku var semsé nauðgað af fósturpabba sínum, sem nauðgaði einnig 14 ára gamalli fatlaðri systur hennar. Brasilísk lög leyfa fóstureyðingar ef þær eru vegna nauðgunnar og stefna lífi móður í hættu. Læknar sögðu þessa fóstureyðingu uppfylla bæði skilyrði.
Rökfræsla kardínála í viðtali við La Stampa var þessi klassíska, að allt líf sé heilagt.

Sjálfum þykir mér ótrúlegt að svona viðgangist ennþá, og einnig að kardínáli í vesturlandi styðji þessa ákvörðun erkibiskups í Brasilíu.

Discuss.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“