Það er hellingur af dónaskap á netinu. Hugi er auðvitað engin helvítis fukking undantekning enda notar maður oft annað orðbragð þegar enginn þekkir til manns.

En mér finnst eins og þetta sé farið að versna upp á síðkastið. Fólk hendir skít meira en það gerði, ég er búinn að standa í rifrildum um pólitík við fólk á huga í mörg ár. En aldrei hef ég jafn oft lent í því að fólk bregðist eins illa við.

Fólk notar orð eins og: hálfviti, fífl, þroskaheftur osfrv. miklu oftar, sér í lagi þegar það hefur engin rök en ekki alltaf.
Og á sama tíma móðgast fólk mun auðveldar.
Er þetta kreppan eða hefur þetta alltaf verið svona og ég bara ekki tekið eftir því?