[youtube]http://www.youtube.com/watch?v=bBk2WtulTGQ

Frábært myndskeið sett saman af:
Gúnda Vigfússyni, Magnúsi Birni Ólafssyni, Pan Thorarensen,
Óskari Thorarensen og Loga Hilmarssyni

“Inni í hátíðarskreyttum veislusal sátu búkarnir sem kalla sig leiðtoga okkar og skáluðu fyrir syndum sínum í kampavíni, gerðu grín, höfðu gaman og töluðu í hringi um eigið ágæti. Við verðum aldrei annað en skríll í þeirra augum nema við verðum samdauna veruleika þeirra - handritinu sem okkur var úthlutað - og göngumst bogin og bljúg við valdboðinu.

Heiðvirðir borgarar verða að kunna að hlýða og þegja. Okkur leyfist að hópast á afmörkuð svæði, á fyrirfram ákveðnum tímum og við megum meira að segja hrópa okkur hás … svo lengi sem við truflum engan; á meðan við högum okkur eins og strengjabrúður er manndómur okkar lofaður.

Við erum löngu hætt að trúa þessu. Þess vegna kveiktum við þennan dag á kyndlum sem brunnu eins og réttlætisloginn sem nú brennur heitari en nokkru sinni í brjóstum okkar. Við erum til.”