RIAA eða “Record Industry Association of America” hefur breytt stefnu sinni gagnvart því sem þeir kalla “Sjóræningjar Tónlistar”, en nú líta þeir á sig sem sjálfskipaða lögreglu í ofsóknum sýnum gegn gagna-frelsiselskandi netverjum og leggja þeir nú meiri áherslu í vafasömu eftirliti sýnu á samstarf við netveitur í stað yfirvalda áður í þeim tilgangi.

Þetta er e.t.v. ekki svo undarleg stefnubreyting af þeirra hálfu þar sem þeir 35.000 einstaklingar sem RIAA hefur hingað til reynt að gera að víti til varnaðar fyrir aðra netverja sem kæru-leysislega niðurhala þeirri tónlist sem til staðar er á netinu, ekki haft tilætluð áhrif heldur þvert á móti þá hafa þessir einstaklingar orðið frekar að nokkurskonar píslarvættum fyrir málstað aukins frelsi í gagnadeilingu á þessum byltingarkennda miðli sem netið er ;]


1-0 fyrir netinu eða..?

meira hérna:
http://www.tomsguide.com/us/RIAA-Music-Download-ISP,news-3194.html
...