Þessi ljóti andskoti sem lagði okkur endanlega í rúst með því að nota hryðjuverkalöggjöfina til að ná sér í nokkur vinsældarstig er viðurstyggð.

Annars liggur við að maður vorkenni þessum manni sem er víst að tapa sjóninni en af hveru er hann að slíta sér út í þessu erfiða starfi sem forsætisráðherra Bretlands ?

Hann er rosalega bitur yfir að hafa verið í skugga Blair í öll þessi ár en hafa ekki fengið neitt af ljómanum af þessum “gullnu árum” en allment er talið að hann hafi átt mikin hluta í því hvað vel gekk þessi ár. En kannski eins og Davíð okkar þá er hann óheppin með að fá allan skítinn á sig þegar partíið er búið og engar þakkir.

Svona er pólitíkin, vanþakkát skepna.