mbl.is sagði í dag frá því að lögreglumenn í litlum bæ í pennsylvaníu í BNA hafi sniðgengt útihátíð sem KFUM hafi staðið fyrir þar í bæ vegna þess að KFUM hafi verið að lesa Harry Potter bækurnar fyrir krakkana. lögreglustjórinn sagði að þeir væru á móti göldrum vegna þess að galdrar væru ekki guði þóknanlegir. nú spyr ég í sakleysi mínu, hvað þarftu að vera mikið fífl til þess að gera svona? eru þessir menn fávitar eða?

Í fyrsta lagi, ef hinn “almáttugi” guð myndi ekki vilja hafa Harry Potter í heiminum, væri hann þá ekki búinn að eyða honum og öllum öðrum sem að bókunum koma? eru þessir menn ekki að skjóta sig í fótinn með því að velja hvað er guði þeirra þóknanlegt og hvað er ekki? hafa þeir vald til að gera það?

ég skil ekki svona hugsanagang.<br><br>——————————

ruglubulli 2001
,,allar alhæfingar eru slæmar"
——————————