Hefur eitthver séð heimildarmyndina WIRETAPPING SWEDEN

Hún fjallar um lög sem voru samþykkt þann 18 Júní 2008 og taka gildi þann 1 Janúar 2009.

Þessi lög munu gefa Þjóðar Öryggis Útvarps Stofnun Svíþjóðar (Swedish National Defence Radio Establishment) öðru nafni FRA, heimild til að hlera öll sím og net samskipti til og frá Svíþjóð.

Núverandi Ríkisstjórn Svíþjóðar samanstendur af 4 flokkum The Moderate Party, The Liberal Party, The Centre Party og The Cristian Democratic Party, sem þrátt fyrir ólíka bakgrunna tókst að vera einstaklega samheldin í afstöðu sinni til þessarra annars umdeildu laga.

Bloggarurum og öðrum sænskum netverjum fannst eðlilega vegið að borgaralegum réttindum sínum með slíku slaklega rökstuddu hlerunaraðgerðabrölti er þessi lög eiga að heimila og í kjölfarið var stofnuð öflug Grasrótarghreyfing Sænskra Netverja til að sporna við þessarri öryggisvæðingarþróun sem sýnilega er til komin af hverju öðru en jú Amerískri fyrirmynd.

Hverjar eru þínar hugleiðingar varðandi efni þessarrar heimildarmyndar, er þetta skref í rétta átt og er möguleiki á að svona lagað gerist á Íslandi, allri uppbyggilegri umræðu er fagnað takk fyrir.
...