Því miður fyrir þá sem hafa haldið því fram að hér sé málfrelsi þá komst ég að því um daginn það ríkir eingöngu í einhverskonar bjagaðri útgáfu Því það er með öllu bannað að ýja eða draga að því að opinberir starfsmenn sum sé þingmenn, bæjarstjórar og fleiri sinni ekki starfi sýnu með öðrum hætti en góðum.

Árni Jónssen varð svo að orði að Gunnars Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri “væri vart starfi sínu vaxinn og hefði sinnt ýmsum verkum afar slælega.” Árni sætir nú rannsókn lögreglu fyrir þetta en en burt séð með Árna og hansskoðanir þá gætu þessi ummæli hans vel átt við margan þingmanninn og upplýsist það því hér og nú að slíkt er með öllu óheimilt og varðar við almenn hegningarlög. í frétt þessari sem birtist í fréttablaðinu þann 15. júlí síðastliðin segir orðrétt að: “Aðdróttun gegn opinberum starfsmanni, sem varðar starf hans, er brot gegn hegningarlögum”.

STÓRI BRÓÐIR FYLGIST MEÐ ÞÉR
Nei bara pæling.