Sælir Hugarar,

Hef ég skrifað nokkrar greinar um hina komandi olíukreppu síðustu ár hér á Deiglunni, og spáð ýmsu. Nú er svo komið að ég get skrifað “Ég sagði ykkur það”, enda hefur flest það sem ég hef spáð ræst, í raun fyrr en ég hélt.

Fólk hélt að ég væri eitthvað ruglaður, “Slíkt myndi aldrei gerast!”. Fyrstu greinina skrifaði ég 2003, fyrir 5 árum síðan.

Fyrri greinar sem ég hef skrifað hér á Huga um hina komandi olíukreppu:

http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=3343605 (2006
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=2504211 (2005)
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=1739476 (2004)
http://www.hugi.is/deiglan/articles.php?page=view&contentId=885258 (2003)


Skrifaði ég enga grein árið 2007, en núna er 2008 og ég tel að það sé orðið tímabært að fara aðeins yfir þetta og taka stöðuna.


Verð á bensíni er komið yfir 170 kr, dísel í 180 kr. Ljóst er að verðhækkanirnar hafa komið fram fyrr en ég hélt.

Árið 2006 skrifaði ég:
“Krónan mun veikjast meira, verðbólgan mun verða meira áberandi, og olían á heimsmarkaði á eftir að hækka meira. Allt mun þetta leiða til þess að árið 2010 eigi verð á bensínlítrann eftir að fara yfir 200 kr, jafnvel nálgast 300 kr. Það eru aðeins tæplega 4 ár í það, og fyrir 4 árum kostaði bensínlítrinn 70 kr, en kostar tvöfalt meira í dag. Þannig að tvöföldun á verði á 4 árum er alls ekki svo óraunsætt.”

Allt þetta stemmir.


Árið 2005 skrifaði ég:
"Bensínlítranum er 120 kr. núna, en var um 90 kr. árið 2001. Hinsvegar árið 2001 var dollarinn í rúmlega 110 kr., en núna er dollarinn í rétt rúmlega 60 kr.

Það virðist ekki stefna í að bensínlítrinn fari að lækka um tugi prósenta alveg á næstunni, þvert á móti sýnist mér að verðið í dag sé komið til að vera, og ef eitthvað er þá muni það hækka enn frekar á næstu 3 árum, og þar að auki á krónan eftir að veikjast líka (sem hún gerir alltaf eftir uppsveiflur).

Munum við eftir 2-3 ár þurfa að kaupa bensínlítrann á 50% hærra verði en við gerum í dag? Ekki get ég séð að kaupmáttur launa muni aukast samhliða því."

Stemmir! Verðið er búið að hækka um þessi 50% sem ég spáði.




Miðað við það sem ég hef skoðað þá virðist verðið stefna í 200 kr. á þessu ári.

Verðið verður komið í 250 kr. fyrir árslok 2009.


Verði ykkur að góðu!