Samkvæmt alþingi.is innheimtir ríkið 44.2 krónur af hverjum lítra af bensíni sem fer allur til 99.5% vegagerðarinnar en 0.5% til ríkissjóðs. Og bensínverðið er sirkað 148 kr(sjálfsagreiðsla), áætla ég, bensínfyrirtækin virðast vilja fela bensínverðið, þeas allar nema olís. Og nema að ég sé að missa af einhverjum sem ríkið tekur einnig þá er fær ríkið sirkað 30% af peningnum, sem er mun minna en t.d. í frakklandi þar sem ríkið tekur 70% en í usa er það sirkað 17%.

Hvað er það nákvæmlega sem vörubílstjórar vilja? Að ríkið lækki gjöld á eldsneytinu og láta það bitna á vegagerðinni? En ég finn ekki neitt yfirlit yfir peningamál vegagerðarinnar, þannig að ég get ekki séð hvort það væri ástæða til að lækka gjöld á bensíni, en ég efa að það sé.

Hefur einhver svör? Hverskonar viðbrögðum eru þeir að búast við frá ríkistjórn?

Bætt við 24. apríl 2008 - 14:57
“fer allur til 99.5% ”

átti auðvitað að vera “sem 99.5% af fer til vegagerðarinnar”