Veruleikabrenglun, hvort heldur hún er væg eða sterk, er afar hættuleg. Vel þekkt dæmi um þessa brenglun eru skotárásirnar sem urðu í skólum í bandaríkjunum og komust í hámæli fyrir tveimur árum eða svo. Hvað veldur? Í þekktasta dæminu var tölvuleikjum kennt um - T.d. var talað um að banna Half-Life(vinsælasta skotleik allra tíma) í Bandaríkjunum. Ein staðreynd: Hvorugur drengjanna tveggja spilaði Half-Life. Þeir spiluðu aðallega Doom II, leik sem þá þegar var orðinn nokkurra ára gamall. En var þeim leik um að kenna? Ef veruleikabrenglun á rætur sínar að rekja til tölvuleikja ætti mun stærri prósenta krakka að hafa klikkast - það gerðist ekki. Tölvuleikir sýna oft ofbeldi - þeir sem ekki þola það spila ekki leiki. Þeir sem eru *óstöðugir fyrir* verða fyrir geðtruflunum - og þá skiptir ekki máli hvaðan hvatinn kemur. Ef leikir eru orsök, þá hafa þeir áhrif á furðu fáa.
Næsta efni: Sjónvarp og kvikmyndir. Um þetta gilda nær sömu rök og leiki - hlutfallslega er þetta einfaldlega of lítið til að hægt sé að segja að sjónvarp og kvikmyndir sé orsökin. Sama gildir um allt annað. Hvers vegna er fólk þá sífellt að skella skuldinni á aðra? Einfalt: Það þorir ekki að taka ábyrgðina sjálft. Enginn vill eiga neitt með geðsjúklinga að hafa, en þeir geðsjúklingar sem geta dulist og látið sig svo birtast með miklum hvelli valda alltaf aðköstum að *eitthverjum* blóraböggli. Columbine shootings->Video games. DoS attacks, computer worms and viruses->Hackers & Linux. Og svo að lokum, það sem allir og ömmur þeirra eru að tala um: WTC->Islam. Allt þetta er langt frá því að vera rétt - en það verður samt viðurkennd orsök. Hví?
Odin