Eins og allir vita væntanlega þá eru margir vörubíla bílstjórar á höfuðborgarsvæðinu búnir að vera að kvarta undan hækkandi bensín/díselverði með því að stoppa umferð hér og þar á höfuðborgarsvæðinu, m.a. í Ártúnsbrekku sem er partur af einni umferðarmestu götu Reykjavíkur.

Þetta er jú flott hjá þeim og margir eru afar stoltir af þeim og hvetja þá áfram í þessu.
En það sem er ekki nógu flott er að þeir gera sér ekki grein fyrir því hversu margir þurfa virkilega að komast í vinnu sína eða heim til sín.

T.d. var einhver læknir búinn að vera fastur í 55 mínútur um daginn þegar hann var á leiðinni í vinnunna.
Hann var eini læknirinn á deildinni sinni.
Ekki veit ég mikið meira um þetta mál.

Svo var einhver stúlka á leiðinni heim til sín vegna þess að pabbi hennar fékk hjartaráfall (eða var að fá hélt hún fram).
Hún keyrði held ég yfir vegkantinn og fór sína leið, flott hjá henni.

Það er samt til önnur leið sem mig grunar að myndi virka mun betur.

Ef þeir myndu ákveða að leggja trukkunum sínum í innkeyrsluna á einni (eða nokk fleirri) bensínstöðvum í einn dag.
Svo myndu þeir bara setjast inn í sjoppuna og fá sér kaffi og beyglu.

Byrja á Skeljungi, taka svo N1, svo ÓB, svo AO og svo framvegis.

Bara pæling. Vill láta fólk vita að ég er aðeins að pæla og pæla og svona pæla.
Er alls ekki mikið inn í svona málum.
Pæling.

Anyways, ykkar skoðanir?