Ég er alfarið á móti. Kosovo er löglegur og réttmætur hluti Serbíu. Serbar voru þjóðernishreinsaðir(ekki í fyrsta sinn) út úr Kosovo, með “hlutleysi” NATO, í kjölfar ólöglega árásarstríðsins gegn Serbum. Þessir glæpir gegn Serbíu með þeim stærstu í Evrópu frá því eftir seinni heimsstyrjöld og nú fá Kosovo-Albanir sjálfstæði. Er rétt að verðlauna þjóðernishreinsanir?

Þessi ólöglega einhliða sjálfstæðisyfirlýsing setur hættulegt fordæmi sem getur aukið óstöðugleika og átök víða í heiminum.

Vonandi lýsir Ísland ekki yfir stuðningi, þó svo Ingibjörg hafi nú lýst yfir því að við munum fylgja hjörðinni í nágrannalöndunum.
(Hvar er nú sjálfstæða utanríkisstefnan?)