Er þetta ekki orðið soldið þreytandi með það hvað
íslendingar láta taka sig í rassgatið með dómskerfinu
hérna…þetta er orðið eins og í verstu brandarabók,
dómarnir á nauðgurunum og barnapervertunum hér á landi.
Þeir fá hérna þrjá mánuði skilorðsbundið eða fjögur ár
fyrir að rústa sálarlífinu hjá annars heilbrigðum
stúlkum(börnum) og kannski berja þær líka sér til
yndisauka og ánægju…Á meðan flytur fólk inn E-töflur
og er sett inn í TÓLF ár(er ekkert að mæla með
innflutningi eiturlyfja,bara að taka sem dæmi!.) Hvar
er samræmið eiginlega og hver samþykkir þetta bara með
hangandi hendi? Mér finnst þetta vera skammarlegt, og
miklu meira en það. Að stjórnmálamenn og aðrir semji
ekki lög um þetta sem væru við hæfi. Annars myndi það
væntanlega ekki gagnast frekar en önnur lög, nema þau
sem ríkisstjórn einbeitir sér að hverju sinni,það er
aldrei hugsað um almenning bara það sem þeim dettur í
hug og það sem ÞEIM finnst þurfa að bæta….. ÞETTA er
e-ð sem þarf að laga og það strax!