Sko,núna er fólk farið að kvarta yfir jólaskreytingum hjá öðru fólki….hvar er siðferðiskenndin- og hvar er lífið. Ég veit ekki með annað fólk, en með því að kvarta yfir hlutum sem eru smávægilegir, sýnir mér ekkert annað en vanlíðan. Það væri nær að eyða tíma og orku í að gera e-ð í hlutum sem VIRKILEGA skipta máli!!! Eins og t.d. dómskerfinu, sköttum, ríkisstjórn og e-u sem er að plaga fólk með meiru, ekki djö…jólaskrauti hjá öðru fólki. Er bara hægt að vera óánægður með allt? Væri ekki nær að fara í hungurverkfall(eða álíka) fyrir aumingjans stelpurnar/börnin sem verða fyrir nauðgunum og kynferðislegu ofbeldi, þ.e.s. dómunum á mönnunum sem fremja þá. Come on, ég er með sektarkennd fyrir aumingjans fólkið sem fellir álíka dóma(það væri allavegana hægt að vera með samræmi miðað við vægi)…..Það hlýtur að vera hægt að gera e-ð í þessu vandamáli- annað en að fara á þing?