Hér er fréttinn og svo hef ég nokkrar spurningar um þetta:

Fjarskiptafélagið Nova ehf. hefur lagt fram kæru til Samkeppniseftirlitsins á hendur Símanum hf. fyrir meinta ólögmæta misnotkun á markaðsráðandi stöðu. Tilefni kærunnar er hækkun Símans á verði á símtölum frá viðskiptavinum Símans í farsímakerfi Nova.

Telur Nova að með því að hækka verð á símtölum til eins samkeppnisaðila brjóti Síminn samkeppnislög. Haft er eftir Liv Bergþórsdóttur, framkvæmdastjóra Nova, í tilkynningu að Síminn telji sér augljóslega ógnað með innkomu Nova á markað og beiti markaðsráðandi stöðu sinni á ólögmætan hátt til að hindra nýja samkeppni.


Í tilkynningunni segir, að verðhækkun Símans, sem vísað sé til í kærunni, hafi tekið gildi 15. desember 2007 en Nova kom inn á íslenskan farsímamarkað tveimur vikum fyrr. Telji forsvarsmenn Nova augljóst að áðurnefnd verðhækkun Símans, sem eingöngu snúi að símtölum í kerfi Nova en ekki annarra fyrirtækja, hafi verið gerð í því skyni að hindra samkeppni.


Nova segist telja brot Símans sérlega alvarlegt, ekki síst í ljósi þess að þegar Síminn tilkynnti um verðhækkun sína í farsímakerfi Nova hafi félagið látið í veðri vaka, í fréttatilkynningu sem send var fjölmiðlum, að Nova ráði þeirri verðlagningu.

Okey, sko málið er talaði við manneskju í einhverjar 20 mínútur eða svo, og hann var með 1000 kall í inneign.
Er hjá NOVA og hann símanum, spurning ef Nova vinnur þetta og síminn verður kærður getur hann þá fengið endurgreitt þenann 1000 kall?

og gildir sama með fólkið sem lentí í þessu?

Og líka gaman að fá að sjá hvort fólki hér finnst þetta vera brot.
Mér finnst eiginlega siminn vera að brjóta á sínum viðskiptavinum eins og vini minum.