Ef einhver heldur fram ‘vitlausri’ skoðun ,þegar ‘vitlaus skoðun’ merkir ‘byggð á vitlausum heimildum’, eins og að nota rök Aristótelesar (ekki það að ég viti hver þau rök eru, en þó veit ég að þessu trúði hann, kallinn) fyrir því að karlar séu konum fremri, þá á samt ekki að sía hana út. Að minnsta kosti er ekki ‘auðvitað’ að það ætti að gera það.
Það væri jafnvel ennþá mikilvægara að slíkar skoðanir fái að heyrast, svo það sé hægt að leiðrétta þá eftir bestu getu.
Þorsteinn.