Er það mat Morgunblaðsins?

Forsíða morgunblaðsins í gær þriðjudaginn 11 desember innihélt eftirfarandi greinar:

Ráðherrar gerðir að athlægi: Grein um einhverja ítalska bók um ítalska þingmenn.

Setur rétt einstaklinga ofar rétti ríkja: Grein um afhendingu nóbelsverðlauna , Kofi Annan hreppti þau í þetta skiptið.

Börn láta lífið í árás Ísraela.

Hörð átök um hellana í Hvítufjöllum: Grein um átök í Afganistan þar sem Afganskir herflokkar ásamt bandarískum herflugvélum gerðu árás á liðsmenn al-Qaeda.

Forsíða morgunblaðsins í dag 12 desember innihélt eftirfarandi greinar:

Hryðjuverkin í Bandaríkjunum , Fyrsta ákæran birt: Einhver maður ákærður um að eiga aðild að turna árásunum.

Al-Qaeda liðum gefinn frestur til að gefast upp.

ABM sáttmála slitið: Sáttmáli um gagneldflaugar frá 1972 tengist eitthvað eldflaugavarnakerfi.

Slobodan Milosevic ákærður fyrir þjóðarmorð.

11. Vaxtalækkunin: Seðlabanki Bandaríkjana er víst að fara að lækka vexti aftur.




Já þetta eru þær fréttir sem eru merkilegastar að mati Morgunblaðsins og verðskulda birtingu á forsíðu blaðsins.

Er e.t.v ekkert að skeð á Íslandi?
Ísland ekki merkilegt?
Íslendingar ómerkilegir eða ófínir?
Ísland fullkomið?

Ég ræddi um þetta við systur mína og sagði hún að e.t.v ætti einhver að stofna Innanlandsmálablaðið.