Jæja nú er komið að því augnarblikinu sem Netfrelsisbolirnir voru prentaðir fyrir, DC++ Málið er á leiðinn fyrir dóm. Föstudag 23 Nóvember kl 15:00 í sal 203, kallast Þingfesting, veit ekki hvað komast margir fyrir í þessum litla sal en þetta er Þingfesting sem hljómar eitthvað formlegs eðlis sem tekur kannski ekki langann tíma.

Allavegana einstakt tækifæri til að hitta á okkur “Höfuðpaurana” í eigin persónu og fá áritaða Netfrelsisbolina ykkar ;-] nei kannski ekki áritanir á bolum en bara svona láta vita af því að þetta er að gerast málið sem er prófsteinn á svo mörg önnur framtíðarmál sem ef SMÁÍS fær sýnu framgengt verða fleiri en eitt.

Bætt við 22. nóvember 2007 - 20:05
Já og vinsamlegast engar “óvæntar uppákomur” sem gætu túlkast sem óspektir takk :)

þetta er Þingfesting eitthvað formsatriði, svo það er ekki að dæma neitt í málinu strax, þetta er aðallega uppá að það sjáist í fjölmiðlum að við njótum sýnilegs stuðnings í þessu prófmáli.

Já og svo skilst mér að allur áróður sé bannaður í dómssal svo hneppa upp úlpunni ef í bolum með slagorð o.s.f. innanundir og taka húfur niður á meðan verið er í byggingunni/dómssalnum, svo er náttúrulega kannski ekki pláss fyrir alla en ég geri ráð fyrir að það sé opinn salur þar sem þetta er opinbert mál, en dómari gæti ákveðið að loka salnum ef honum finnst vera ónæði, sem ég mæli eindregið gegn að verði af.

Ég ætla sjálfur að vera í netfrelsisbol utanyfir peysuna því það verður sjálfsagt kalt, ég get sjálfur t.d. spjallað og/eða rökrætt við þá sem hafa áhuga á þessum málum eftir þessa Þingfestingu.

Að lokum vil ég segja að mér finnst það vera ákveðinn heiður að vera einn af þeim fáu útvöldu forvígismönnum aukins frelsis á netinu sem hinir ákærðu í málinu eru skv minni skoðun takk fyrir :]
...