Jamm, það er nú svo. Þjóðarsátt, hófsemi og nú eftirgjöf þegar forsendur kjarasamninga eru brotnar. Þurfa hinir minnimáttar alltaf að redda hlutunum fyrir sæluríkið? Hversu oft hefur verkalýðsforustan verið beðin um að “sýna hóf í kröfum”, “ýta ekki undir verðbólgu” og “stuðla að sátt á vinnumarkaði”? En hvenær hafa innflytjendur og eigendur fyrirtæka einhvern tíma sýnt hóf og tekið á sig hluta af skellum eins og gengisfalli og kostnarðarauka. Enn og aftur er það verkalýðurinn sem sýnir ábyrgð og á frumkvæði að því að byrja að tala um hlutina, því ekki virðist ríkisstjórnin sýna málinu minnsta áhuga, heldur virðist “þetta reddast” stjórnunarhættir vaða uppi. Samtök atvinnulífsins (hverjir völdu þetta nafn eiginlega?) hangir síðan í pilsfaldinum á ríkisstjórninni og grætur en lítið heyrist frá þeim varðandi hugmyndir um úrbætur. Nú þegar ASÍ hefur tekið af skarið og haft frumkvæði að því að tala um úrbætur við forsætisráðherra, hlaupa SA upp til handa og fóta, svo það líti nú út fyrir að þau séu með á nótunum, sorglegt.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með þessu..

J.