OK. Byrjum á því að ég er alls ekki að mæla með eða á móti því að fólk downloadi ólöglega. En ástæðan fyrir þessu er bæði hátt verðlag og lítið úrval af t.d. DVD öðru en frá USA og UK. Svo er lítil matvörubúð í USA oft með betri tónlistar markað en t.d. BT! Svo var Svarar frá Istorrent í Kastljósinu í kvöld um þetta mál, eins og Næturvaktin á Stöð 2! Það er svo fáránlegt að vera kvarta yfir þessu vegna þess að fólk getur ekki nálgast þetta löglega! Mér finnst persónulega að það vannti eitthvað eins og iTunes í USA og Uk og fleiri löndum. Kannski 299 - 399 þátturinn og 2990 - 4490 kr. heil sería af þáttum. Svo kannski hvert lag 99 - 199 kr. og heil plata á verðinu 990 til 2990! Tónlist.is er einfaldlega ekki nógu góð á þessu sviði en mér finnst bráðvanta eitthvað eins og iTunes.
En hvað finnst ykkur um þessi mál og hvernig svona netverslun ætti að fara fram?
Það er nefnilega það.