Úff..hvað ég er orðinn þreyttur á þetta stöðuga veggjakrot út um allt. Þetta minnir á hunda sem merkja svæðin sín með pissi, nema veggjakrotarar nota úðabrúsa til þess. Halda þeir virkilega að þetta sé flott eða er tilgangurinn að gera uppreisn. Ég veit það bara að eigandi húsa, sem verða stöðugt fyrir barðinu á þeim og þurfa að borga gríðalega upphæð til þess að ná þessu af, finnast þetta hvorki flott né hetjulega uppreisnarlegt.

Nú hefur nýlega komið í ljós að mikill fjöldi foreldra viti af því að börn þeirra sé að þessu og kaupi jafnvel fyrir þau verkfærin sem þarf í þetta. Hvað í ósköpunum er að!!!!

Sumir vilja meina að þetta sé list. Vissulega getur þetta orðið virkilega flott þegar “listamaðurinn” er nokkuð fær, en um leið og farið er að sprauta þessu á hús, strætisvagnaskýli, og fleira sem á bara að vera í friði, fer þetta virkilega í taugarnar á mér. Versta er svo náttúrulega þegar þeir sem stunda þetta krota bara upphafsstafina sín eða eitthvað ljótt merki á veggi borga og bæja.

Þar sem ég hef takmarkaða reynslu af þessu veit ég ekki hvort þetta sé fíkn eða skemmtun, en ef fólk er virkilega orðið háð þessu er ég með hugmynd. (sem er reyndar ekki mín) Mér finnst að borgaryfirvöld ættu að útbúa rými þar sem væri leyfilegt að krota eins og maður vildi. Þannig fengju veggjakrotarar landsins nógu mikla útrás. Vissulega myndi það ekki leggja veggjakrotin af en ég er viss um að það myndi fækka verulega um þessi leiðindarskemmdarverk.

Þangað til vil ég ráðleggja öllum sem stunda þetta að hætta þessu. Þetta er fyrir löngu orðið þreytandi og ef þið viljið ekki að borgir og bæir Íslands líti út eins og versta gettó þá verður þetta að hætta!

Fyrirgefið stafsetningarvillur.
Veni, vidi, vici!