Samkvæmt frétt á slóðinni:

http://www.portal.telegraph.co.uk/news/main.jhtml?xml=/news/2001/11/29/wrace29.xml&sSheet=/portal/2001/11/29/por_right.html

hefur Evrópusambandið laggt fram frumvarp til þess að banna hvers konar rasisma í öllum 15 aðildarríkjum sínum. Ég mun hér á eftir að mestu leiti þýða greinina(nema það sem viðkemur Bretlandi) og gefa síðan mitt eigið álit.

Allur rasismi og hvers lags útlendingafælni(xenophobia)munu verða grófir glæpir samkvæmt nýja frumvarpinu og munu þýða fangelsi allt að tveimur árum.

Öll afneitun á helförinni(sem er sannaður atburður) eða dýrkun á eða afsökun á verkum nasista mun verða bönnuð og þáttaka í hvers lags hóp sem hvetur til rasisma mun verða bönnuð.

Rasismi og útlendingafælni eru skilgreind sem allt sem mismunar einstakling eftir kynþætti, húðlit, uppruna, trú, skoðunum, þjóðerni eða kynþáttauppruna.

Refsingar við venjulegum glæpum munu einnig aukast töluvert ef að þeir eru framdir vegna kynþáttahaturs. Og lögregluofbeldi byggt á kynþáttum mun einnig fela í sér þungar refsingar.

Inn í listann hvað varðar rasisma munu einnig falla það sem áður var varið undir málfrelsi sem átti aldrei að gagnast kynþáttahöturum en þeir misnotuðu sér eins og allt annað. Ekki má nú móðga minnihlutahópa, ekki má heldur lengur sýna myndir skv. nýja frumvarpinu sem fela í sér rasisma eða annað útlendingahatur t.d. hakakrossinn. Það á líka að banna allar síður rasista í Evrópu af Evrópuþinginu sem er önnur stofnun en ESB.

Ekki er vitað ennþá hvernig þessi lög munu koma við útlendingahatara eins og í flokkunum Freedom party, vlamms blok og Danska þjóðarflokknum en þessir rasistar hafa allir náð langt í stjórnmálum.

Ekki er vitað hvernig áhrif lögin munu hafa á grínista eins og Anne Robinson sem sagði allt fólk frá Wales einu sinni vera pirrandi.

Frumvarpið var sett upp til þess að enda mismunandi lög í löndum Evrópu til að allir dómarar gætu farið eftir sömu reglum. Í þessu tiliti var ákveðið að fara eftir landinu sem er harðast í þessum reglum, Þýskalandi.

Leonello Gabrici talsmaður Evrópusambandsins sagði að nýju lögin myndu ekki hindra pólitískt málfrelsi. og sagði hann “lögin virða málfrelsi algjörlega en dómararnir verða að finna út hvar mörkin liggja”.

Það er ánægjulegt að nú skuli Evrópusambandið loksins finna sig knúið til þess að stöðva lyga og hatursáróður þessara manna er þykjast vera föðurlandssinnar og eða eru bara rasistar. Það hefur kostað heiminn miklar hörmungar að leyfa svona rasisma hingað til og eru ófá dæmi þess t.d. Þýskaland, Ítalía, Balkans, Rúanda, Nígería, Indland, Palestína, Bretland, Bandaríkin, Suður-Afríka og fleiri lönd. Í öllum þessum löndum hefur sprottið upp kynþáttahatur eða trúarbragðahatur vegna þess að menn hafa fengið að tala algjörlega frjálst og misnotað það málfrelsi til þess að tala illa um þá sem eru ekki alveg eins og viðkomandi er sjálfur. Lög þessi ná yfir rasisma allra kynstofna og mismuna því engum, í fyrsta skipti munu því allir kynþættir verða jafnir!

Ég tel að þessi lög muni styrkja fjölþjóðahyggju og jafnvel ná að snúa því vonda hyski sem rasistar eru til betri manna þar sem að þeir munu nú ekki fá að iðka hatur sitt í friði og munu því eflaust leggja það til hliðar. Ég tel einnig að þetta muni eyða því manngreiningaráliti sem fólk geri á milli kynþátta og að fólk muni ekki geta kynnt sér rök rasista, þar sem heimasíður þeirra verða bannaðar og geti því ekki haldið uppi lygum eins og áður um litaða, allavega ekki rökstutt lygarnar.

Ég vonast til þess að Íslendingar munu taka sér Evrópusambandið til fyrirmyndar varðandi þessar reglur ef að þær ganga í garð sem er þó ekki víst. Allar 15 þjóðirnar þurfa nefnilega að samþykkja þessar reglur og tel ég ekki allt of líklegt að ný-nasistarnir í ríkisstjórn Danmerkur munu samþykkja þetta.

Þetta er mikið fagnaðarefni og ég hreinlega vona að þetta nái að fara í gegn. Ég er mjög hlynntur málfrelsi en ekki þannig að það sé notað gegn vissum þjóðflokkum, trúarflokkum eða kynþáttum enda hefur það kallað hörmungar yfir mannkynið.

Málfrelsi var upphaflega aldrei ætlað til þess að fólk gæti leikið um það frjálsum höndum og vegna rasistaáróðurs sem hefur hlotist af höndum þess er augljóst að draga þarf mörkin einhversstaðar og er verið að reyna að gera það með þessu.

Ég vona það líka að hin lýðræðisríki Evrópu taki sér löndin innan Evrópusambandsins til fyrirmyndar og eyði rasisma því að rasismi er eitthvað sem VIÐ VILJUM ÖLL VERA LAUS VIÐ!