Ég trúi ekki að fólk sé svona fáránlega lokað fyrir þeirri þörf fyrir trúarumræðu í deiglunni í samfélaginu í dag.

Að færa þetta á dulspeki nei, því þetta er engin helvítis dulspeki. Það er það sem trúleysingar eru að færa rök fyrir, það er einföld raunsýni.

Í öllum ósköpunum ekki loka fyrir þessa skyldu umræðu því meira sem fólk fræðist og getur gert sér sínar eigin þroskaðar og sjálfstæðar hugmyndir um trúarbrögð því betra.

Því í augnablikinu þá eru við kynslóðin sem er að ná að klekkja á þessu haldi sem trúarbrögð hafa haft á fyrri kynslóðum. Einfaldlega með meiri þekkingu þá förum við að hugsa rökréttar og líta á trúarbrögð frá réttu sjónarhorni.

Þó margir séu ósammála því sem trúleysingar eru að segja þýðir það ekki að það þurfi að útiloka umræðu þeirra frá áhugamáli sem ber meira segja þetta nafn “Deiglan”. Sem hreinlega gefur til kynna að það er í raun ekkert sem má útiloka héðan því hver er einn ákveðinn að ákveða hvað er í deiglunni ?