ég er svona að spá og spekúlera í ýmsu og ég les einstaklega
mikið af bókum,. en sérstakan áhuga hef ég samt á kvennréttindum í mið-austurlöndum.

mér finnst eins og flestum sé nákvæmlega sama um þetta…
“ignorace is bilss” sagði frænka mín þegar ég spurði hana um sína
skoðun á þessu máli. Á ekki að gera eitthvað í þessu?
Þessar konur lifa í löndum, þar sem þær þurfa að hylja andlit sín með blæjum og hafa nákvæmlega engin mannréttindi til að tala um.
ég get nefnt endalaus dæmi en þá yrði ég í heilan mánuð að skrifa þessa grein, þannig að ég nefni bara eitt.

Saudi Arabía: 13 ára gömul stelpa var sofandi uppi í herberginu sínu og bróðir hennar var niðri í stofu að halda partý með þónnokkrum vinum sínum, stelpan gat ekki sofið og fór því niður til að biðja strákana að lækka aðeins í sér, þar sem hún var bara í náttkjól og ekki með eina blæju fyrir andlitinu fór hún bara inn í anddyrið og hrópaði á þá en tónlistin hjá þeim var svo há að þeir heyrðu ekki í henni, þeir voru að neyta fíkkniefna og drekka áfengi þó stelpan vissi það ekki.

þar sem þeir heyrðu ekki í henni fór hún inn í stofu til að biðja þá um að lækka en þeir voru í svo mikilli vímu að þeir tóku hana og nauðguðu henni.
þegar stelpan varð svo ólétt kom sagan út þannig að hún tældi þá og þegar hún væri búin að eingast barnið, yrði hún grýtt.
og hún var grýtt.
það sem ég vil spyrja er öllum sama?
afhverju gerir enginn neitt í þessu?
cecilie darlin