Í vikunni hefur forræðismál Dagbjört Rós Halldórsdóttur verið til umfjöllunar í Kastljósi og öðrum fjölmiðlum:

http://www.visir.is/article/20070716/FRETTIR01/70716071

Maður getur ekki annað en fundið til með henni og miðað við fyrri reynslu okkar af bandaríska dómskerfinu ( Aron Pálmi etc. ) þá virðist bráðnauðsynlegt að hún fái sem góðan lögfræðing sem fyrst.

Mig langar til að stinga upp á að við Íslendingar gerum hennar mál að okkar og fjár-“Mögnum” þetta mál. Ég skora því að banka að stofna til reiknings þessu máli til stuðnings.
Svona samstaða ætti að virka vel gegn þeim framburði barnsföðurs að uppeldisaðstæður á Íslandi séu slæmar.