Áðan var ég að lesa grein á textavarpinu um að fjórar stelpur hefðu verið kynferðislega áreittar í sundi, þær hefðu kvartað við starfsmann og þessi starfsmaður bara sagt þeim að gera ekki svona mikið mál úr þessu og þær spurðar hvort þær hefðu ekki bara brosað sætt til mannsins.
Er þetta eitthvað sem er eðlilegt á sundstöðum? Það hafði verið nærri lagi að reka kallinn upp úr en að láta svona dellu koma upp úr sér.
Mér finnst þetta nú bara sýna hversu mikið fólk getur bara lokað augunum fyrir slæmu hlutunum í þjóðfélaginu með því að halda því fram að þetta hljóti nú bara að vera stelpunum sjálfum að kenna, og hvað með það þótt þær hafi “brosað sætt” til hans, gefur það honum leyfi að káfa á þeim, á ekki fullorðin manneskja að hafa vitið?
Mig langar nú bara að vita í hvaða sundlaug þetta var og hvaða starfsmaður það var, því fólk sem lætur svona á ekki að vinna á stöðum þar sem er fólk.
Ég ákvað að láta greinina fylgja með í lokin svo fólk geti lesið hana og myndað sér sýna eigin skoðun.
Endilega kommentið um þetta, hvað ykkur finnst um þetta.

KYNFERÐISLEG ÁREITNI Í SUNDLAUGUM LÁTIN ÓÁTALIN?


Ungum stúlkum sem leituðu til starfsmanna sundlaugar á höfuðborgarsvæðinu eftir að sundlaugargestur áreitti þær kynferðislega var sagt að gera ekki ekki veður út af engu og þær skammaðar fyrir að vera dónalegar. Móðir einnar stúlkunnar segir viðbrögð starfsmannanna ámælisverð enda mál sem þessi grafalvarleg.

Í lesendabréfi Í Morgunblaðinu í dag greinir móðir 12 ára stúlku frá því þegar dóttir hennar og 3 vinkonur voru kynferðislegar áreittar í sundlaug en þær höfðu verið í skemmtiferð ásamt fleiri börnum og fullorðnum en orðið eftir í lauginni. Maðurinn sem áreitti þær var ókunnugur en hafði tekið þátt í boltaleik með krökkunum skömmu áður.

Þegar stúlkurnar leituðu til starfsmanna laugarinnar var þeim sagt að gera ekki svona mikið mál úr þessu og þær spurðar hvort þær hefðu ekki bara brosað sætt til mannsins. Móðir einnar stúlkunnar segir þessi viðbrögð vægast sagt undarleg. Það sé alvarlegt mál þegar börn sem leiti aðstoðar fullorðinna starfsmanna fái þau skilaboð að þau hafi á einhvern hátt boðið upp á áreitni.

Móðirin segir nauðsynlegt að starfsmenn sýni markviss viðbrögð í málum sem þessum, taki kvartanir alvarlega og efli jafnvel eftirlit í laugunum.
Grein tekin af ruv.is
Just ask yourself: WWCD!