Hvað er eiginlega málið með þessar strætóferðir í dag?!
Endalausar breytingar, og notabene, ekki til hins góða!
Ég varð virkilega pirruð að heyra af þessu breyttu leiðum, sérstaklega þar sem strætóarnir ganga á 30 fresti allan daginn!! (undantekningar)
Ég veit ekki hvort þessar nýju leiðir séu betri en var fyrir marga, en fyrir mig eru þær hræðilegar! ég get ekki tekið strætó fyrr en 07:14 til þess að komast upp í Hamraborg og þaðan niður í Kringlu og Ártún. Þá er klukkan orðin 08:05 þegar ég kemst loksins í vinnuna mína. Þar sem ég vinn í mötuneyti þá er það ekki sérlega vel þegið að mæta seint.
Jú ég gæti reynt að nota hjólið og vaknað fyrr til þess að hjóla niður í Hamraborg. Þá tek ég strætó sem fer 07:03. En vandamálið er það að þegar ég er komin niður í Kringlu þá þarf ég að bíða í 15 mín eftir næsta strætó. Með því er ég mætt niður í vinnu 07:35, sem er heldur ekki sérlega vel litið.
En kannski er þetta væl í mér en mér finnst þessar asnalegu breytingar gjörsamlega út úr kortinu.

P.s. Svo er hætt að keyra upp að gamla berklaheimilinu þar sem afi minn er nú vistaður. Nú þarf að redda henni ömmu far þangað á hverjum degi þar sem hún býr hjá Hamraborg. Þetta fannst mér virkilega lélegt.
Vatn er gott