þetta er kannski ekki rétti staðurinn til að pósta þessu en hérna kemur þetta allavega.

varðandi þetta bann á eðlunum,rottunum,snákunum…o.f.l. hvað finnst ykkur um þetta? á að vera með þetta bann áfram eða á að aflétta því? mér persónulega finnst að það ætti að aflétta banninu! kannski ekki á öllum dýrunum en tökum til dæmis gælurotturnar:ein ástæðan fyrir því að þær eru bannaðar er vegna þess að þær geta flutt með sér sjúkdóma.þær fara náttúrulega í sótthví áður en þær koma inní landið.og svo eru þær líka ræktaðar þannig að það er búið að eyðileggja í þeim ónæmiskerfið þannig að ef að þær myndu fá einhvern ‘'sjúkdóm’' þá myndu þær deyja.svo er líka sagt að þær geta sloppið út og spillt íslenskri náttúru.ég hef ekki lesið né séð neins staðar að einhver rotta hefur sloppið út hérlendis né erlendis…og er ekki verið að spilla náttúrunni hérna hvort sem er? ég hef aldrei heyrt neitt illt um gælurotturnar eða jú þær eru jafn hættulegar og hamstrar.ég ákvað að taka gælurotturnar sem dæmi vegna þess að mig langar ofboðslega í rottur og mér finnst líka líklegast að þær verði leyfðar.