Ég postaði löngu svari á grein á blog.is en svo virðist sem greinarhöfundur sé einhvað mikið fyrir ritskoðun svo ætla þess í stað að setja svar mitt inn hérna.

Bið ykkur samt um að lesa greinina, hún er frekar stutt, 3 mín lesning : HÉR



Svar mitt:

Dagsetning: 15.5.2007 kl. 16:42

Held nú að Ástralir ætti að hafa sig hægan og líta í eigin barm með þetta kengúru dráp sitt , þ.e.a.s. ef þeir ætla að vera að gagnrýna okkur.

Og já þessi hópur þarna heitir Sea Shepherd og er ekki Ástralskur heldur en var þetta öfgahópur sem klofnaði út úr Greenpeace í kringum 1970.

Svo skil ég ekki afhverju þú er látin svara til saka fyrir það að vera Íslendingur, held að það sýni vel hversu grunnhyggnir og fáfróðir margir Ástralir eru um þetta efni og eina sem þeir sjá er svart og hvítt.

En aftur af þessum Hryðjuverkasamtökum. Þetta er sami hópurinn og sökkti hvalveiðibátunum tveimur árið 1986 hér við land og hafa þeir farið með ofbeldi um heiminn í barátunni fyrir réttindum hvala, mætti halda að þeir vilji að þeir fái mannréttindi….. Ragnarök er aftur á móti nafnið á herför þeirra gegn Íslensku þjóðinni.

Svona að lokum langarmér bara að benda á það að mér finnst grátlegt hvað fólk eyðir mikilli orku og peningum í verndun hvala og annara dýra á meðan mannkynið heldur áfram að drepa hvort annað .

Það mætti halda að lögmál Darwins, um að þeir hæfustu lifi af, gildi allt í einu ekki lengur. Þetta eru dýr sem eru fyrir neðanokkur í fæðukeðjunni og a hverju megum við þá ekki borða þau? vegna þess að þau hafa tilfinningar… hvalirnir hafa ekkert meiri tilfinningar heldur en lömbin sem við borðum eða nautin eða hvað. Þetta dýraverndunarrugl jaðrar við geðveiki. Það er eitt að koma ekki illa fram við dýr, þ.e.a.s. meiða þau ekki að óþörfu, skil vel þá skoðun. En það er annað að telja að líf hvala dýra sé jafn verðmætt manslífi. Það er þessi skoðunarháttur sem er hættulegur manninum, að halda að einhver hlutur eða dýr sé æðra en manslíf.