Ég fór að skoða þetta goshver í Reykjavík sem er sagt að hafi komið upp á náttúrulegan hátt. Mér fanst þetta ekki vera náttúrulegt þar sem í fyrsta lagi var slanga tengd við stöð þar sem kemur vatn og sem slökkviliðsmenn nota(það var grunsamlegt) og í öðrulagi var þar stór lofftþjappari sem einnig gerði hlutina grunsamleg. Í þriðja lagi getur þetta verið góð auglýsing til útlanda fyrir þessa 8 metra dúkku sem kemur til Reykjavikur þar sem svona atburðir eru sjaldgæfir og vekur auðvitað athygli, t.d fór ég strax að skoða það. En það sem er ótrúlegt er að í þessu verður ríkistjórnin að taka þátt því það getur ekki hver sem er gert svona þar sem það er banað en þeir halda því sjálfir fram að þetta er náttúrulegt. Satt að segja finnst mér 50-50 líkur á að þetta sé náttúrulegt, mundi aldrei halda að Ísland myndi auglýsa eitthvað svona um allan heim og svo er það “lýgi”, þetta getur meira að segja verið hættulegt vegna þess að Ísland missir traust almennings.

Vitið þið hverning þetta er?