hvað finnst ykkur? á þetta líka við á Íslandi?


Annar hver norskur karlmaður telur að daðurgjarnar konur geti sjálfum sér um kennt ef þeim er nauðgað. Þetta kemur fram í skýrslu Amnesty International og upplýsingamiðstöðvar fyrir karla í Noregi.

Töldu 48% þátttakenda í könnun að konur beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því að þeim sé nauðgað ef þær hafa daðrað opinskátt áður en þær verða fyrir árás.

Þetta kemur fram á fréttavef Aftenposten.

Einn af hverjum fimm þátttakendum sagði að konur sem eru þekktar fyrir að vera með mörgum mönnum beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því ef þeim er nauðgað.

28% sögðust telja að kona sem klæðir sig á kynferðislega ögrandi hátt beri að öllu leyti eða hluta ábyrgð á því ef henni er nauðgað.

John Peder Egenæs, framkvæmdastjóri Amnesty í Noregi segir niðurstöður könnunarinnar skelfilegar. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, tók í sama streng, og sagði viðhorf norskra karlmanna mikil vonbrigði.

http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/frett.html?nid=1266422


Bætt við 5. maí 2007 - 22:27
hér getið þið séð gagnrýni á þessari könnun
http://tryggvih.blog.is/blog/tryggvih/entry/189195/