Eigum við að vera í stöðugru gíslatöku fárra “stórmenna” í nútímasamfélagi ?

Hugsið; Bandaríkin samþykkja með aðild að örryggisráðinu að lúta þeim reglum sem þar ríkja, þau brjóta þau lög þegar að því kemur og drepa þúsundir saklausra borgara til þess að “frelsa þá”.

Segjum að N-Kórea hóti að “núka” Bandaríkin eihvern tíman í náinni framtíð útaf því sem Bandaríkjastjórn gerir ljótt, eiga saklausu íbúarnir í Bandaríkjunum að þjást fyrir gjörðið fárra “stórmenna”?

Eða N-Kórea, íbúar þar, eiga þau að þjást útaf “stórmönnunum”.

Samfélag verður ekki heilt fyrr en stjörnudýrkun, valdaeinokun og mikilmennskubrjálæði hættir.

Við unga fólkið í dag, við erum framtíðin. Við getum breytt þessu. Förum að fordæmi Swiss og í staðinn fyrir að ríkisstjórnin þar ráði algjörlega öllu, þá eru þjóðaratkvæðagreiðslur um öll stærri mál. (Þá er ég ekki að tala um ef RVK borg vill eyða skattpeningunum í að setja rauðar og grænar kellingar í umferðarljós). Tildæmis hefði verið þjóðaratkvæði um hert umferðarlög.

Þjóðaratkvæði um virkjanir og fleira.

Þannig á lýðræði að ganga.

Mér þykir við kjósa frekar eftir andlitum, hvað foreldrar kjósa og “töffurum” í pólítík frekar en stefnumálum. Og þó við mundum kjósa eftir stefnumálum, er það nóg.

Fulltrúarlýðræði eins og það er hér á Íslandi er mjög gott, en er það best ?

Er ekki lágmarkið í sterku samfélagi eins og Ísland er að búa við það besta!

Endar lýðræðið ekki líka soldið þegar það er búið að mynda ríkisstjórn.

Jú við kjósum fulltrúa til að sitja í ríkisstjórn, en er það nóg lýðræði. Nei.

Við erum kynslóðin sem á að breyta þessu, laga og bæta. Færum Ísland úr góðu og inn í það besta!

Takk fyrir.