Nú í tilefni kosninganna er vert að líta aðeins á þá umræðu sem á sér stað.
Misvel gengur frambjóðendum í umræðunum og ágætt að rifja það aðeins upp.

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301793
(eftir miðju)
Í þessum þætti um efnahagsmál var Árni Mattísen frekar illa rasskelltur og talaði bara um “rangar forsendur” ogsfrv. en gat að öðru leyti ekkert sagt. Dæmi um það er þegar Steingrímur spyr Árna hvort 14% fjármagnstekjuskattur(hugmynd VG) yrði samt ekki einna lægst innan Oecd. Árni fer alveg í kleinu og þykist ekkert geta svarað um það, þráspurður. :D

Eins var umræðan um skattamál alveg hrikaleg fyrir hann. Nú í endanum fór hann svo alveg með það þegar hann sagði að greiðslubyrði lána hefði lækkað! :D Alveg ótrúlegt komment og maður hlýtur að spyrja sig um tengingu hans við raunveruleikann.

Við þetta má bæta að þarna sýndi Jón Sigurðsson að hann er bara eftirherma Sjálfstæðismanna, en eins og sést svarar hann spurningu þáttastjórnanda orðrétt eins og Árni hafði gert og uppskar fyrir það hlátur í salnum.
En annars kom Ágúst Ólafur skemmtilega á óvart í þessari umræðu.

Þar sem það ríkir greinilega hörð samkeppni á meðal stjórnarmanna um að koma sem verst út úr viðtölum er ekki annað hægt að minnast á kostulegt viðtal sem tekið var Ástu Möller þingkonu D , vegna ótrúlegra kommenta hennar á bloggsíðu sinni um forseta Íslands. En þar sagðist hún “óttast afskiptasemi forseta Íslands” eftir kosningarnar.

Vissi hún ekki að það er hlutverk forseta Íslands koma að stjórnarmyndun og m.a. ákveða hver fái stjórnarmyndunarumboðið?
Vildi hún koma í veg fyrir að forseti sinni þessum skyldum sínum?
Einhver virðist í það minnsta hafa uppfrætt hana því hún ákvað að leiðrétta orð sin,og úr varð eitthvað allra pínlegasta viðtal sem sést hefur:

http://visir.is/apps/pbcs.dll/section?Cate…mp;progCItems=1

:D Já ef þessi frammistaða heldur áfram held ég að stjórnarandstæðan hafi ekki mikið að óttast.
Og á þá eftir að nefna til sögunnar hinn nýlega og svívirðilega skandal Jónínu Bjartmars þingkonu framsóknar, og undanþágunefndar sem lét tengadóttur Jónínu fá ríkisborgararétt af ástæðum sem á sér ekkert fordæmi.