Fann þessa frétt á mbl.is…

14 ára stúlku frá Washington-ríki brá heldur í brún þegar hún komst að því að 17 ára kærasti hennar var í raun þrítug kona, Lorelei Corpuz. Konan þóttist vera táningspiltur en upp um hana komst þegar lögreglumaður athugaði hvort bíll sem hún ók um á væri stolinn og kom þá í ljós að konan átti ógreidda sekt fyrir umferðarlagabrot.

Táningsstúlkan sagði í samtali við sjónvarpsstöðina KOMO-TV í Seattle að hana hefði grunað að eitthvað undarlegt væri á seyði. ,,Kærastinn" hafi verið uppstökkur og hún því spurt lítils. Corpuz þóttist vera munaðarlaus, 17 ára piltur og öðlaðist traust fjölskyldu stúlkunnar. Hún barði stúlkuna og misþyrmdi á meðan á sambandinu stóð.

Corpuz hefur verið ákærð fyrir barnanauðgun og kynferðislega misnotkun á barni. Corpuz tók sér nafnið Mark Villanueva og flutti inn til stúlkunnar. Stúlkan segir í viðtali við Seattle Times í dag að sambandið hafi verið dæmigert fyrir unglinga, þær hafi haldist í hendur, stundað kelerí og faðmast mikið. Corpuz gætti þess þó að sýna stúlkunni aldrei kynfæri sín. Stúlkan vissi því ekki að kærastinn væri kona fyrr en lögreglumaður sagði henni það.

Yfirvöld í Everett, bænum sem stúlkan býr í, telja að Corpuz hafi haft mök við stúlkuna, barið hana og bitið í bakið tvisvar sinnum. AP birtir ekki nafn stúlkunnar þar sem um kynferðisbrot gegn barni er að ræða.


mín spurning er … hvað eru foreldar stúlkunar að leyfa 17 ára gömlum kærasta 14 ára gamallri dóttur sinnar að flytja inn…
voru þau einskis vor um einhvað skuggalegt, tóku þau ekki eftir neinu ofbeldi????
????????
WTF?????
afhverju er þetta allt í einu kallað kynferðisbrot gegn barni þegar gerandi er þrítugur en ekki 17 ára???
bara nokkrar pælingar..