Ég lennti ekki í skemmtilegum hlut um daginn, en þannig var það að ég mældist með THC í líkamanum mínum undir stýri. Það var beðið eftir að ég keyrði frá húsinu mínu og ég var stoppaður og færður niðrá lögreglustöð í leit og prufur. Teknar voru 3 prufur, munnvatns, þvag og blóð, og engir foreldrar voru á staðnum þá. Svo var leitað á mér líka og ég er 17 ára. Allar þessar leitir voru sammþykktar mér.

Svo Komu foreldrar og talað og talað.

Það sem ég er að pæla í, veit einhvern hvernig maður lendir útúr þessu eins og lögin eru í dag, ég var ekki freðinn þegar ég var tekinn, einungis með THC í blóðinu. Það var ekkert fundið á mér af fíkniefnum. Mér var bendlað við dreifingu á þessum efnum, sem er reyndar ekki satt þótt hitt sé það.

Spurningarnar eru semsagt.

1. Á ég á hættu á því að missa bílprófið?
2. Á ég á hættu á einhverri sekt?
3. Á ég einhvern rétt þarsem leitað var á mér og ég yfirheyrður án foreldra, ef ég samþykkti það.
4. Hvaða rétt á ég mér í þessu máli?

Og seinast en ekki síst

Hvað fynnst ykkur um svona mál, mikið af mikklu verra fólki en ég, og ég er tekinn svona harkalega fyrir, strípaður niðrí næstum ekkert útaf því að einhver sagði að ég væri að dreifa fíkniefnum. Af hverju ekki að elltast við stærri náunga í þessu en mig?

Ef þið mynduð stjórna hvernig ég myndi enda í þessu máli, Hvað mynduð þið gera?