Vonandi er fólk ósammála og hefur fleiri skoðanir á þessu en ég, mín skoðun er sú að til þess að útrýma eða að minnsta kosti minnka dópneyslu og skipulagða glæpastarfsemi tengdri dópneyslu þá þarf að lögleiða ríkissölu fíkniefna, það að kaupa það úti á götu væri enn ólöglegt og maður þyrfti að hafa leyfi.

Með því að gera það þá getur ríkið byrjað að selja fólki sem er þegar fast í vítahring fíknarinnar fíkniefni á svo lágu verði að dópsalar geta ekki keppt við ríkistjórnina, sjá ekki hagnaðinn í þessu lengur og fara á hausinn eða hætta algjörlega að selja þessi efni/snúa sér að einhverju öðru. Ríkið getur þá haft tölu á öllum þeim sem eru í neyslu og hægir um leið á útbreiðslu þessarar óstöðvandi gróðamaskínu. Ef að fólk sér engan hagnað í þessu þá snýr það sér að einhverju öðru.

Tökum sem dæmi mann háðan heróíni, köllum hann Jón Jónsson. Jón er í miklum skuldum vegna neyslu sinnar og veit að hann þarf að kaupa meira. Jón getur valið að kaupa gramm af heróíni frá nafnlausum aðila á 10 þúsund eða láta skrá sig hjá ríkinu og fengið það frítt eða gegn vægu gjaldi. Hvort haldið þið að Jón velji?

P.S: Má ég minna á áfengisbann bandaríkjanna í byrjun 20. aldar.

Bætt við 26. mars 2007 - 19:32
Þeir sem eru á móti þessu, eins og t.d. Amazon ættu að kynna sér kosti og galla þess sem er núna og tillögunni minni eða bara lesa betur yfir það sem ég skrifaði. Endilega koma með vel rökstudd svör með eða á móti, ekki bara segja “af því að fíkniefni eru slæm!”. Manneskja á að hafa rétt á því að setja þessi efni í sinn líkama svo lengi sem hún sé yfir lögaldri, ef ég vill eyðileggja líkama minn þá á ég rétt á því. Ég er ekki að segja að það sé endilega rétt en þessvegna kom ég með þessa tillögu til að sætta sig við þetta vandamál og minnka það. Fíkniefni munu alltaf verða til staðar, hvort sem að þau séu lögleg eða ólögleg.

Fólk finnur sér alltaf eitthvað til að lina sársauka sinn/skemmta sér/drepa sig hægt í sjálfsvorkunnar sjálfseyðileggingu.

Ef að ríkið byrjar á því að selja fíkniefni í ákvörðuðum skömmtum á svo lágu verði að það væri heimskulegt að kaupa það hjá dópsala sem gæti lamið, rænt eða drepið þig án þess að þú getir leitað til lögreglu þá þarf fólkið ekki að brjótast inn/stunda glæpi til að fjármagna fíkn sína.

Öll dópsala einstaklinga fer út um þúfur því að það sem þú færð hjá heildsala geturðu ekki með nokkru móti selt með gróða.

Það er hægt að fylgjast með öllum þeim sem þiggja hjálp og þannig hafa yfirsýn á þetta vandamál.

Ég er ekki að segja að hver sem er gæti farið og fengið dóp, maður þyrfti að fá sérstakt leyfi og þessvegna að gangast undir próf um að maður sé virkilega háður efninu sem maður er að fá. Manneskjan yrði merkt eftir því hverskonar efni hún væri að fá og í hve miklu magni. Það er mikill munur á kókaíni og grasi t.d.

Þar sem lögreglan/ríkið/fjölskylda veit um fíkn einstaklingsins þá er hægt að veita meiri hjálp.

Á endanum mun ríkið stjórna öllu dópi og þar með vandamálinu í heild sinni. Endalausum pening er varið í stríð gegn eiturlyfjum, kannski er stríð ekki besta lausnin? Kannski er betra að hugsa út fyrir kassann og út fyrir takmörk samfélagsins.